Um Kaupstað
Kaupstaður er framsækin fasteignasala sem byggir á nýrri lausn við gagnaöflun og skjalagerð í bland við trausta og góða þjónustu fagmanna.
Kaupstaður býður viðskiptavinum sínum upp á tvær megin leiðir við sölu á fasteignum:
- Að selja sína fasteign sjálfur í gegnum rafrænt kerfi þar sem seljendur fasteigna eru leiddir í gegnum öll skref hefðbundins söluferils fasteigna. Við teljum að það sé í takt við kröfur nútímans um hraða og sjálfvirkni að viðskiptavinir okkar geti nálgast sín eigin gögn og nýtt þau við skjalagerð og að mögulegt sé að stunda fasteignaviðskipti með stafrænum hætti án aðkomu kostnaðarsamra milliliða. Með þessari söluaðferð ábyrgist Kaupstaður að öll skjöl séu í samræmi við lög og reglur, en seljandi ber sjálfur ábyrgð á að þær upplýsingar sem veittar eru séu réttar.
- Fá hefðbundna þjónustu fasteignasölu þar sem starfsmenn Kaupstaðar sjá um sölu á fasteign á lægra verði en nú þekkist.
Okkar markmið er að gera fasteignasölu sjáfvirka að eins miklu leyti og mögulegt er og stuðla að öryggi við gagnaöflun og meðhöndlun gagna. Starfsmenn okkar bjóða svo aðstoð og úrvals þjónustu við þau atriði sem viðskiptavinir þurfa aðstoð við.
Kerfið er framleitt af Brennisteini ehf.