KAUPSTAÐUR fasteignasala

Skilmálar
Almennir notendaskilmálar Kaupstaðar fasteignasölu ehf., (hér eftir skilmálarnir) gilda um aðgang notenda að veflausn Kaupstaðar fasteignasölu ehf., kt. 701192-2309, hér eftir vísað til sem Kaupstaðar Notandi getur verið einstaklingur eða lögaðili. Skilmálar þesssir eru birtir á vef Kaupstaðar. Hér eftir er sameiginlega vísað til Kaupstaðar og notanda sem Aðila. Kaupstaður getur hvenær sem er einhliða og án fyrirvara gert breytingar á skilmálum þessum. Breytingar á skilmálum skal tilkynna á vefsvæði Kaupstaðar. Notandi samþykkir að vera bundinn af þessum skilmálum og að hann hafi kynnt sér efni þeirra með því að merkja “samþykkt” við innskráningu.
Skilmálarnir eru órjúfanlegur hluti af samningi aðila.
Kaupstaður veitir viðskiptavinum einnig tengingar við sérfræðinga s.s. fasteignasala, lögfræðinga, ljósmyndara o.fl. (viðbótarþjónustuaðilar).
Veflausnin hefur enga milligöngu milli kaupanda og seljanda.
Notendur Kaupstaðar eru einstaklingar og lögaðilar (kaupendur og seljendur), fasteignasalar, byggingaraðilar, fjárfestar og aðrir þeir sem skrá sig inn sem notendur á veflausn Kaupstaðar til að nýta sér aðgang að skjölum.
Þjónusta Kaupstaðar felur í sér að innskráðir notendur geta sótt ferla og rafæn skjöl sem nauðsynleg eru til að selja og kaupa fasteignir.
Skjölin sem veittur er aðgangur að eru úr opinberum skrám auk þess sem aðgangur er að tillögum að formum sem notendur fylla út og breyta eftir þörfum, s.s. söluyfirlit og kaupsamningur.
Í gegnum ferli notanda eru sendar sjálfvirkar áminningar um næstu skref í ferlinu og hvenær notendum ber að ljúka ákveðnum þáttum.
Þjónusta við seljendur:
Fasteignasalar
  • Fasteignasalar skrá sig inn á síðuna með rafrænum skilríkum, senda samning um þjónustu rafrænt til sinna viðskiptavina og eftir samþykkt viðskiptavina þeirra hafa þeir aðgang að gögnum og skjalakerfi. Fyrir þá þjónustu er greitt fast gjald skv. Verðskrá.
  • Ferlið er rafrænt þar til kemur að undirritun kaupsamnings og þinglýsingu kaupsamnings og afsals.
Seljendur nýbygginga
  • Byggingafyrirtæki og aðrir seljendur nýbygginga skrá sig inn á síðuna með rafrænum skilríkjum og fá aðgang að gögnum um eignir sem skráðar eru á viðkomandi. Fyrir þá þjónustu er greitt fast gjald samkvæmt Verðskrá. Einnig er boðið upp á tengingu við þjónustuaðila s.s. ljósmyndara o.fl. gegn viðbótargjaldi. Það athugast að seljendur nýbygginga þurfa áritun löggilts fasteignasala á samninga og er boðið upp á tengingu við slíkan innan kerfisins gegn viðbótargjaldi.
  • Ferlið er rafrænt þar til kemur að undirritun kaupsamnings og þinglýsingu kaupsamnings og afsals.
Þjónusta við kaupendur:
  • Kaupendur, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða lögaðila, staðfesta auðkenni sitt með rafrænum skilríkjum og geta skoðað skjöl og gögn sem útbúin eru af notanda (seljanda) á þar tilgerðu svæði. Viðkomandi notandi fær aðgang að kauptilboðsformi án endurgjalds. Einnig er boðið upp á tengingu við þjónustuaðila s.s. lögfræðing, löggiltan fasteignasala, o.fl. gegn viðbótargjaldi.
  • Ferlið er rafrænt þar til kemur að undirritun kaupsamnings og þinglýsingu kaupsamnings og afsals.
Þegar söfnun gagna notanda (einstaklingar, fasteignasalar, fyrirtæki, seljendur nýbygginga) hefst er tekið upphafsgjald, sjá Verðskrá. Upphafsgjald fellur niður þegar söluyfirlit er útbúið og er þá í staðinn tekið gjald fyrir þá þjónustuleið sem valin er, sjá Verðskrá. Reikningur berst beint í heimabanka notanda þegar skrifað er undir söluyfirlit.
Umsýslu- og gagnaöflunargjald kaupanda er 79.990 með virðisaukaskatti inniföldu.
Gögn þau sem Kaupstaður veitir aðgang að eru annars vegar rafræn opinber gögn sem sótt eru á viðeigandi vefsvæði og eftir atvikum upplýsingar úr þeim nýttar til útfyllingar staðlaðra skjala, gögn í eigu notanda t.d. hjá fjármálastofnunum og tryggingafélögum sem og stöðluð samningsform fengin af vefsvæðum á borð við HMS.IS þar sem tillögur eru gerðar að orðalagi. Formin eru samin af löggiltum fasteignasölum en útfylling formanna er á ábyrgð notanda.
Nauðsynlegt er að seljandi skrái upplýsingar samkvæmt bestu vitund til að ljúka útfyllingu samningsforma og ber seljandi ábyrgð á því að slíkar upplýsingar séu réttar.
Efni og innihald söluyfirlits sem unnið er upp úr fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá seljanda er á ábyrgð seljanda.
Ef seljandi er með samning við fasteignasölu um sölumeðferð eignar ber seljandi ábyrgð á að hann brjóti ekki í gegn ákvæðum þess samnings.
Kaupandi útfyllir samningsform um kauptilboð og ber ábyrgð á efni þess.
Seljandi og kaupandi geta breytt efni samningsforma á borð við kaupsamning og afsal og komið sér saman um orðalag og sérákvæði. Efni og innihald skjala eins og kaupsamnings og afsals er á ábyrgð seljanda og kaupanda.
Fasteignasalar sem nota sammningsform og önnur gögn á vefsvæði Kaupstaðar bera alla ábyrgð á efni skjala sem þeir útbúa.
Seljendur nýbygginga sem nota samningsform og önnur gögn á vefsvæði Kaupstaðar bera alla ábyrgð á efni skjala sem þeir útbúa. Það athugist að fasteignasala ber að skrifa upp á slík skjöl.
Kaupstaður ber ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda á veflausn Kaupstaðar. Skal sérstaklega bent á að Kaupstaður býður upp á aðstoð við notkun veflausnarinnar og að öll samskipti og notkunarsaga notanda er rafrænt skjalfest, sjá nánar persónuverndarstefnu Kaupstaðar. Eins getur notandi nýtt sér þjónustu fasteignasala Kaupstaðar við viðskipti að öllu leyti kjósi hann slíkt.
Kaupstaður ber ekki ábyrgð á tjóni sem getur hlotist vegna truflana á þjónustu vél- eða hugbúnaðar á vefsvæði Kaupstaðar.
Kaupstaður ber ekki ábyrgð á því að gögn sem sótt eru á viðeigandi opinber -og einkaréttarleg vefsvæði með auðkenni notanda séu efnislega rétt.
Kaupstaður ber ekki ábyrgð á efndum fjárskuldbindinga, afhendingartíma, galla á fasteign eða öðru sem notendur veflausnarinnar semja um sín í milli í gegnum veflausn Kaupstaðar.
Kaupstaður ber ekki ábyrgð á viðskiptum notanda og þeirrar viðbótarþjónustu sem notandi kann að kaupa af viðbótarþjónustuaðila í gegnum síðuna. Þau viðskipti eru á ábyrgð notanda og viðbótarþjónustuaðila.
Kaupstaður leggur mikla áherslu á að tryggja öryggi gagna út frá sjónarmiðum persónuverndar. Kaupstaður hefur heimild til að miðla og vinna nauðsynleg gögn og upplýsingar (viðskiptagögn) sem notandi hleður eða slær inn í veflausnina og/eða sækir frá öðrum aðilum í þeim tilgangi að veflausnin nýtist á réttan hátt fyrir notanda.
Að öðru leyti er vísað til persónuverdarstefnu Kaupstaðar hvað varðar persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Kaupstaður er eigandi og rétthafi alls hugverkaréttar veflausnarinnar og er notanda aðeins veittur tímabundinn og takmarkaður aðgangs- og notkunarréttur að veflausninni gegn greiðslu þóknunar.
Verði ágreiningur milli aðila í tengslum við túlkun skilmálanna skal leitast við að leysa þann ágreining með samkomulagi. Náist slíkt samkomulag ekki, er aðilum heimilt að leggja ágreining fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.