Um Kaupstað
Elísabet Kvaran
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Löggiltur leigumiðlari
Sölu- og þjónustustjóri
Heiðrekur Guðmundsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Anna F. Gunnarsdóttir
Löggiltur fasteigna-, skipa- og fyrirtækjasali
Innanhússtílisti
Berglind K. Guðmundsdóttir
Markaðs- og kynningastjóri
Tölvunarfræðingur
Anton Brink
Atvinnujósmyndari
Anton Brink er einn fremsti ljósmyndari landsins með yfir 20 ára reynslu í faginu. Myndirnar hans tala sínu máli.
um okkur background
Kaupstaður er framsækin fasteignasala sem byggir á nýrri lausn við gagnaöflun og skjalagerð í bland við trausta og góða þjónustu fagmanna.
Kaupstaður býður viðskiptavinum sínum upp á tvær megin leiðir við sölu á fasteignum:
  • Að selja sína fasteign sjálfur í gegnum rafrænt kerfi þar sem seljendur fasteigna eru leiddir í gegnum öll skref hefðbundins söluferils fasteigna. Við teljum að það sé í takt við kröfur nútímans um hraða og sjálfvirkni að viðskiptavinir okkar geti nálgast sín eigin gögn og nýtt þau við skjalagerð og að mögulegt sé að stunda fasteignaviðskipti með stafrænum hætti án aðkomu kostnaðarsamra milliliða. Með þessari söluaðferð ábyrgist Kaupstaður að öll skjöl séu í samræmi við lög og reglur, en seljandi ber sjálfur ábyrgð á að þær upplýsingar sem veittar eru séu réttar.
  • Fá hefðbundna þjónustu fasteignasölu þar sem starfsmenn Kaupstaðar sjá um sölu á fasteign á lægra verði en nú þekkist.
Okkar markmið er að gera fasteignasölu sjáfvirka að eins miklu leyti og mögulegt er og stuðla að öryggi við gagnaöflun og meðhöndlun gagna. Starfsmenn okkar bjóða svo aðstoð og úrvals þjónustu við þau atriði sem viðskiptavinir þurfa aðstoð við.
Leiðtogar
Hjá Kaupstað starfar vel valinn og reynslumikill hópur sérfræðinga sem sjá til þess að þú fáir trausta og fagmannlega þjónustu.
Meðal starfsmanna okkar eru lögfræðingar, viðskiptafræðingar og löggiltir fasteignasalar með samtals yfir 50 ára reynslu af sérfræði-, sölu- og þjónustustörfum.
Við erum líka alltaf að leita að nýju hæfileikafólki svo að ef þú hefur hug á að bætast í hópinn endilega sendu okkur línu á netfangið [email protected]
Hafa samband
Viltu koma á framfæri ábendingu, kvörtun eða hrósi? Við vinnum stöðugt að því að bæta þjónustu við viðskiptavini og kunnum að meta álit þitt. [email protected]
Persónuvernd
Kaupstaður leggur ríka áherslu á persónuvernd notenda og annarra þeirra sem eiga í samskiptum við félagið í þeim tilgangi að standa vörð um friðhelgi einkalífs og mannréttindi.