Um okkur


 

Okkar markmið er að koma spennandi hönnun frá íslenskum hönnuðum á markað á
metnaðarfullan hátt. Við setjum stefnuna á að vera stærsti rafræni vettvangurinn fyrir allt sem er íslenskt,
framsækið og girnilegt
. Kaupstaður er metnaðarfullur vettvangur fyrir íslenska hönnuði.

 
Við vinnum fyrir íslenska hönnuði:
 

Rakel Sævarsdóttir - framkvæmdastjóri.

Rakel lauk BA námi í Listfræði frá HÍ árið 2008 og MA námi í Hagnýtri menningarmiðlun
frá HÍ árið 2009. Rakel var um árabil með verslun í Kringlunni en síðustu verkefni hennar
hafa verið tengd sýningarhönnun og sýningarstjórnun en hún hefur rekið netgalleríið
www.muses.is síðan 2009. Rakel opnaði www.dagsson.com fyrr á árinu þar sem allur varningur eftir grínistann og teiknarann Hugleik Dagsson er að finna.

Sími: +354 693 1337 
 
 

Aldís María Valdimarsdóttir - verkefna- og markaðsstjóri.

Aldís lauk Diplóma námi í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum vorið 2012 og er
menntaður grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Aldís hefur unnið 
sjálfstætt sem grafískur hönnuður síðan 2009 og hefur einnig starfað sem verkefnastjóri
hjá Muses.is síðan 2012.

Sími: +354 868 6027 
 
Hönnun og lógo Kaupstaður.is var í höndunm grafíska hönnuðarins Kristins Gunnars
Atlasonar hjá stofunni Babylon.
 
Ingvar Ómarsson sá um forritun og uppsetningu á Kaupstaður.is. Ingvar mun einnig
starfa sem vefsstjóri síðunnar.
 
Kaupstaður (Litli Vísir ehf.)
Grandagarður 14
101 Reykjavík
ICELAND