Skilmálar


Almennt

Kaupstaður.is tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Strax og greiðsla berst sendum við kaupanda staðfestingu í netpósti og þar með er kominn á samningur á milli kaupanda og Kaupstaður.is. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending

Þar sem vörur eru afhentar beint frá framleiðanda getur afhendingartími verður mjög misjafn. Afhendingartími fer eftir vöru getur verið að jafnaði 2-4 virka daga allt að 3 vikum eftir að pöntun berst. Afhendingarmáti fer eftir óskum kaupanda sé óskað eftir, allar vörur eru sendar með Íslandspósti.

Sendingarkostnaður

Bætist við vöruna áður en gengið er frá greiðslu. Kostnaðurinn er í samræmi við gjaldskrá Íslandspósts. Enginn sendingarkostnaður er á sóttum vörum.

Greiðslur og öryggi við pantanir.

Hægt er að greiða fyrir vörur með greiðslukorti. Greiðslusvæðið er varið með dulkóðun svo að öryggi kaupanda sé tryggt. Við geymum engin kortanúmer og allar kortafærslur fara í gegnum greiðslusvæði Kortaþjónustunnar hf. Greiðslusvæði Kortaþjónustunnar hf. sér um að öllum öryggisráðstöfunum sé beitt og öryggiskröfum fullnægt. Greiðslusvæðið er varið með SSL dulkóðun og er greiðsluferlið sjálft í samræmi við öryggiskröfur frá alþjóðlegu kortafyrirtækjunum, MasterCard International og Visa International, svokölluðum PCI-DSS staðli. Sé óskað eftir öðrum greiðslumöguleika hafið þá samband við okkur á netfangið kaupstadur@kaupstadur.is

Verð

Öll verð á Kaupstadur.is eru með virðisaukaskatti 25,5% og reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti. Vinsamlegast athugið að verðið á Kaupstadur.is getur breyst án fyrirvara og að öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl og/eða prentvillur.

Vörurnar

Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörurnar okkar í réttum litum. Það er hins vegar útilokað að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á þínum tölvuskjá vegna þess að vefmyndir búa við ákveðnar tæknilegar takmarkanir. Sé þess óskað munum við mæta óskum viðskiptavina um nánari lýsingu og myndum af vöru, hafið samband á netfangið kaupstadur@kaupstadur.is

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Skilafrestur er tekinn fram við hverja vöru fyrir sig.  Hægt er að skila vöru gegn framvísun reiknings og fær viðkomandi inneignarnótu sem gildir á Kaupstadur.is. Ef varan er gölluð greiðir Kaupstadur.is sendingarkostnaðinn sem fellur til við skil á vöru en annars er sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda. Útsöluvörum er ekki hægt að skila eftir að útsölu líkur, en hægt er að skipta þeim meðan á útsölu stendur yfir í aðra útsöluvöru. Varan þarf að vera í sama ástandi og þegar hún var keypt.

Trúnaður og persónuupplýsingar

Kaupstaður.is heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum og leggjum við áherslu á að varðveita upplýsingar kaupanda á öruggan hátt.

Annað

Ef þig vantar svar við spurningu eða spurningum sem ekki er svarað á þessari síðu bendum við þér vinsamlegast að senda tölvupóst á kaupstadur@kaupstadur.is