Nýlendugata 22, 101 Reykjavík (Miðbær)
59.900.000 Kr.
Fjölbýli / Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
77 m2
59.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1926
Brunabótamat
24.850.000
Fasteignamat
43.600.000


Opið hús: Nýlendugata 22, 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 02-01 2 hæð 02-01. Eignin verður sýnd sunnudaginn 2. maí 2021 milli kl. 14:00 og kl. 15:00. Vinsamlegast bókið tíma hjá Svövu í s. 846 8957.

Kaupstaður fasteignasala ehf kynnir glæsilega og bjarta 3ja herbergja 77,2 fm íbúð á 1.hæð í mikið endurnýjuðu fjölbýlishúsi á Nýlendugötu 22, 101 Reykjavík.
Aðeins  er ein íbúð á hverri hæð hússins.  Mikil lofthæð og falleg hönnun gerir eignina bjarta og sjarmerandi.

Eign merkt 02-01, fastanúmer 200-0370 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign , birt stærð 77.2 fm.

Einstaklega falleg og björt þriggja herbergja íbúð á á fyrstu hæð í reisulegu húsi á Nýlendugötu 22 í gamla vesturbæ.
Íbúðin er fallega innréttuð með sjarmerandi ljósum innréttingum fallegum flísum á aðalrými, eldhúsi og baðherbergi en ljósu parketi á stofu og svefnherbergjum. Gengið á fallegan sameiginlegan stigagang og þaðan inn í íbúðina. Aðalrýmið er allt flísalagt með hvítum og svörtum flísum sem gefa íbúðinni skemmtilegan sjarma og njóta sín vel með háum og björtum gluggum íbúðarinnar. Frá gangi er gengið inn á baðherbergi, hol, geymslu og svefnherbergin sem eru tvö. Frá eldhúsinu er gengið inn í bjarta stofu en íbúðin er öll með mikilli lofthæð. Búið er að fá samþykki fyrir því að gera svalir frá eldhúsi. 

Eigin hefur verið mikið endurnýjuð bæði að utan og innan. Hluti glers, raflagnir og töflur, neysluvatn og ofnar, skolplagnir og dren var yfirfarið og endurnýjað fyrir tuttugu árum. Árið 2013 var farið í viðgerðir að utan þar sem gert var við þak og það endurbætt ásamt þakrennum og niðurföll endurnýjuð. Þá var húsið einnig málað að utan. Árið 2016 var íbúðin svo endurnýjuð að innan þar sem skipt var um langir og rafmagn, ofna og ofnalagnir. Innréttingar, tæki bæði á baði og eldhúsi voru endurnýjuð. Þá var sett nýtt gólfefni, bæði flísar og parket á öll gólf og eignin máluð. Þá voru einnig baðveggir endurbyggðir og gólfin flotuð. 

Nánari lýsing:
Hjónaherbergi er rúmgott með parketi. Gluggi sem snýr út að Nýlendugötu. 
Barnaherbergi er bæði rúmgott með parketi. Gluggi snýr út að garði Mýrargötu megin. 
Baðherbergi er með svartri innréttingu og flísum á veggjum og gólfi. Opin sturta með skilrúmi út gleri.. Tengi fer fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi snýr að garði Mýraragötu megin.  
Geymsla er inn af íbúð, gengið inn frá litlu holi sem nýtist sem vinnuaðstaða.
Garðurinn er rótgróin og skjólsæll. 

Hér er um að ræða fallega eign í góðu húsi á eftirsóttum stað í Vesturbænum. Stutt í alla þjónustu, leikskóla, skóla, háskóla, verslanir og heilsugæslu. Þá er einnig stutt í heillandi göngu og hjólasvæði út á Granda með fallegu útsýni meðfram sjónum. 
Nánari upplýsingar veitir Svava Ingimarsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala og nemi í lögg. í síma 846 8957, tölvupóstur [email protected] og Einar G Harðarson Löggiltur fasteignasali, í síma 662-5599 , tölvupóstur [email protected]

Nánari upplýsingar veitir Svava Ingimarsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala, nemi, tölvupóstur [email protected] eða Einar Harðarson löggildur fasteignasali  tölvupóstur [email protected]

Nánari upplýsingar 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 50.000 - 75.000 kr. af skuldabréfi.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.