Grenivellir 18, 600 Akureyri
32.900.000 Kr.
Fjölbýli
5 herb.
116 m2
32.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1954
Brunabótamat
36.050.000
Fasteignamat
29.700.000

Kaupstaður fasteignasala ehf kynnir eignina Grenivellir 18, 600 Akureyri, nánar tiltekið eign merkt 02-01, fastanúmer 214-6687 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Grenivellir 18 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 214-6687, birt stærð 116.2 fm. 
Töluvert endurnýjuð fimm herbergja íbúð 116,2 fm.  Íbúðin er á annari hæð ásamt risi.  Íbúðin er í fjórbýli.

Eignin skiptist með eftirfarandi hætti
Að íbúð er gengið inn í sameiginlegan stigagang og upp að forstofu íbúðar.   Innan íbúðar er komið inn í forstofu, hol, herbergi, bað, eldhús, gangur, borðstofu, stofu og stigi að risi.   Uppi í risi er hol, tvö herbergi og bað.  Sérgeymsla í kjallara og sameign. 
 
Nánari lýsing eignar:
Íbúð á hæð, 72,9 fm
Forstofa úr forstofu er gengið út á vestursvalir
Gangur/hol ljóst  parket á gólfi
Eldhús falleg dökk innrétting með ljósri borðplötu, og ljóst parket á gólfi
Baðherbergi með ljósri innréttingu, ljósum flísum á gólfi og sturtuklefa, opnanlegur gluggi
Svefnherbergi er rúmgott með ljósu parketi á gólfi
Borðstofa/stofa er eitt stórt rými sem einfalt væri að aðskilja og búa til herbergi úr innra rýminu, ljóst parket á gólfi og sjarmerandi gluggar til tveggja átta
 
Ris,  33,8 fm
Hol er með ljósu parketi á gólfi, og stórum glugga, undir gluggakistu er innbyggð bókahilla
Herbergi eru tvö á hæðinni með ljósu parketi, og skemmtilegt rými undir súð fyrir framan annað herbergið sem væri hægt að nýta sem barnaherbergi
Snyrting lítil snyrting með stórum opnanlegum þakglugga, dúkur á gólfi
Rafmagnskynding/ofn er á efri hæð, en gólfhiti á neðri hæð
Kjallari/sameign geymslur eru tvær, sú stærri er 7,8 fm og sú minni er 1,7 fm og er undir stiga, sameiginlegt þvottahús
 
Annað:  stutt í leik- og grunnskóla, í göngufæri við miðbæinn, góð staðsetning og stutt í alla þjónustu, ljósleiðari kominn í íbúð  og tengdur. Góð bílastæði við húsið.
Eign sem er á góðum stað á eyrinni
Nánari upplýsingar veitir Einar G Harðarson Löggiltur fasteignasali, í síma , tölvupóstur [email protected] Svava Ingimars aðstoðarmaður/nemi 8468957 [email protected]

Nánari upplýsingar 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 50.000 - 75.000 kr. af skuldabréfi.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.