Gilvegur 4, 801 Selfoss
44.000.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
129 m2
44.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
0
Fasteignamat
32.500.000

 

Kaupstaður fasteigna hefur fengið í einkasölu glæsilegan 129 fm. 6 herbergja, heilsárs sumarhús að Gilvegi 4, 801 Selfoss, sem er við veg 354 nálægt Ölfusá (Sólheimahringurinn). Svefnaðstaða getur verið fyrir 10-12 manns.

Aðkeyrsla er í gegn um gróið svæði  áður en komið er að bústaðnum. Ekið er á gott bílastæði fyrir framan sumarbústaðin sem klæddur er með liggjandi bárujárni. Gengið er inn opin gang þar sem sér samtengt hús er á hægri hönd með tveimur gestaherbergjum. Á vinstri hönd er gengið inn í bústaðinn og þar í forstofu með fatahengi. Svefnherbergi er á hægri hönd og sér baðherbergi með sturtu og útgang út á sólpall. Á vinstri hönd er stórt baðherbergi.

Komið er inn í alrými þar sem eldhús er á vinstri hönd og stór stofa. Farið er úr stofu á stóran sólpall með háum sólveggjum úr við og þykku gleri. Heitur pottur er á sólpalli sem fylgir. Til vinstri frá eldhúsi eru tvö svefnherbergi annað með svefnplássi fyrir 4 og hitt fyrir 2. Flísar eru á öllum gólfum og steyptar hellur fyrir framan og í kring um húsið. Eldhús er vel tækjum búið með  tvöföldum ísskáp. Húsið er allt byggt á vandaðan hátt.

Eftir er að klára gestaherbergin sem teljast fokheld í dag og einnig á eftir að ganga endanlega frá sólpalli og baðherbergi inn af svefnherbergi. Búið er að gera grunn fyrir um 10 fm. hús sem er ósamsett en allt efni í það fylgir með og er á staðnum.
Skipti á t.d. íbúð.

Húsið er byggt úr timbri og lóð er 7500 fm. Fasteignamat 2020 er 32.500.000 kr. og endurstofnsverð er kr 47.548.000 kr.

Eignin er Gilvegur 4, 801 Selfoss, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 231-6252 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Gilvegur 4 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 231-6252, birt stærð 129.0 fm. Matstig 8.

Nánari upplýsingar veitir Einar G Harðarson Löggiltur asteignasali, í síma , tölvupóstur [email protected]

Nánari upplýsingar 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 50.000 - 75.000 kr. af skuldabréfi.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.