Hafnarbraut 39, 510 Hólmavík
Tilboð
Atvinnuhús / Matsölustaðir
6 herb.
379 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1896
Brunabótamat
83.540.000
Fasteignamat
12.300.000

*** KAUPSTAÐUR FASTEIGNA *** 

Veitingahúsið Café Riis á Hólmavík er til sölu.

Um er að ræða bæði rekstur og fasteign.   Kynnir til sölu tvær fasteignir sem eru  323 fm. við Hafnarbraut ( veitingahús) og 268 fm við Brekkugötu ( veislusalur) samtals 691 fm.

Árið 1996 þegar ráðist var í endurbætur á húsinu var lögð rík áhersla á að viðhalda upprunarlegu útliti hússins.
Húsið skiptist í þrjá sali, aðalsal (gamla búðin), pakkhús og koníaksstofu.
Samtals rúma salirnir um 100 matargesti.
Í hverjum sal eru barir skreyttir útskornum galdratáknum. Í aðalsal hússins er pláss fyrir um 60 matargesti.
Á efstu hæð hússins er koníaksstofan. Þar er þægilegt að setjast niður eftir góða máltíð og slappa af.
Stiginn og gólfin þar eru jafngömul húsinu eða yfir 100 ára gömul.
Þar má einnig sjá upprunarlega máttarviði og bindiverk í veggjum hússins.

Í dag er pakkhúsið glæsilegur salur sem rúmar um 50 manns í sæti. Þar eru oft haldin böll, eða aðrar uppákomur. Þaðan er hægt að ganga út á verönd og njóta góðra veitinga í góðu veðri.

Gólfin í pakkhúsinu eru úr rekavið af Ströndum.

http://www.caferiis.is/
https://www.facebook.com/caferiis

Hér er frábært tækifæri fyrir duglegt fólk að byrja sinn fyrsta atvinnurekstur og kunna til verka.


Allar nánari upplýsingar hjá Kaupstað fasteigna,  [email protected]  og 615 2426
 

Nánari upplýsingar 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 50.000 - 75.000 kr. af skuldabréfi.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.