Dropastél vegglímmiði

eftir: VEGG


Verð: EUR 12900.00

Magn:Fallegur vegglímmiði frá fyrirtækinu VEGG sem sérhæfir sig í hönnun vegglímmiða. Límmiðinn er úr sterkri fjölliðafilmu og hefur því ekki tilhneigingu til að flagna af. Honum er pakkað í fallegar og handhægar umbúðir og er því tilvalinn til gjafa.

Dropastél er verk myndlistarkonunnar Guðrúnar Sigurðardóttur.

Guðrún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1977 og hefur starfað við myndlist síðan. Hún starfrækti vinnustofu í Gallerí Kletti í Hafnarfirði um tíu ára skeið og hefur kennt myndlist við Snælandsskóla og Myndlistarskóla Kópavogs um langt árabil.

Kvak er fyrsta vörulínan sem Guðrún vinnur fyrir VEGG. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem hún vinnur myndlist í formi vegglímmiða. Vörulínan samanstendur af átta fuglum sem hver á sinn máta stendur fyrir hið fallega hugtak FRELSI.

Guðrún naut aðstoðar barna í fjölskyldu sinni við að velja fuglunum nöfn og fannst það afar viðeigandi þar sem hugur þeirra er jafnfrjáls og óheftur og myndefnið.

Upplýsingar


Stærð: 52 x 56 cm

Þyngd:

Efni: Límmiði

Litur: Svartur

Sendingarupplýsingar


Afhendingartími: 2-7 virkir dagar/weekdays/arkipäivää

Skilafrestur: 14 dagar/days/päivää