Reykjavík Letterpress

Reykjavík Letterpress


Reykjavík Letterpress er hönnunarstofa í eigu grafísku hönnuðanna Hildar Sigurðardóttur og Ólafar Birnu Garðarsdóttur, stofnuð haustið 2010. Auk þess að bjóða upp á alhliða grafíska hönnun hefur stofan sérhæft sig í Letterpress prentun, aldargamalli prentaðferð með nútíma tvisti.

Ástríða fyrir grafískri áferð og þeirri dýpt sem prentaðferðin gefur skilar sér í margskonar fallegum prentgripum svo sem nafnspjöldum, merkimiðum, boðskortum, glasamottum og svo lengi mætti telja. Einnig hanna þær og framleiða eigin vörulínu þar sem áhersla er lögð á gleði og leik í texta og grafík.

Vörur frá þessum hönnuði:

Peningakort blátt

ISK 790.00

Peningakort blátt